Fréttir

19.2.2013

Fyrirtækjaheimsókn í Veritas

Fyrirtækjaheimsóknir eru mikilvægur þáttur í starfi Rótarýklúbbsins Görðum. Þann 19. febrúar fengum við Veritasboð um heimsókn til nágranna okkar í Veritas Capital. Hreggviður Jónsson forstjóri Veritast leiddi félaga í allan sannleik um rekstur félagsins og dótturfélaga þess. Veritas er móðurfélag fyrirtækjanna Vistor hf, Distica hf, Artasan ehf. og MEDOR ehf. og sér um alla stoðþjónustu fyrir dótturfyrirtækin svo sem fjármál, upplýsingatækni, mannauðsstjórnun og aðstoð við markaðsmál. Við þökkum fyrir góðar móttökur.