Fréttir
Rekstur á krísutímum
Í erindi sínu á fundi klúbbsins þann 11. febrúar 2013 fjallaði Birkir Holm Guðnasona forstjóri Icelandair um þróun Icelandair undanfarin ár og rekstur félagsins í skugga þriggja alvarlega áfalla, árásana á tvíburaturnana 11. september 2001, efnahagshrunið og eldgosin. Þessir atburðir allir hafa haft neikvæð áhrif á flugrekstur víða um heim. Aðdáunarvert var að sjá hvernig rekstur félagsins er í blóma þrátt fyrir erfiðar aðstæður en tíðni flugferða og fjöldi farþega hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Yfirskrift erindis Birkis var Tækifæri á krísutímum.