Fréttir
Táknmyndir í guðspjöllunum
Á fundi Rótarýklúbbsins Görðum þann 4. febrúar 2013 flutti Ragnar Önundarson félagi í klúbbnum fróðlegt erindi sem bar yfirskriftina Táknmyndir í guðspjöllunum. Leiddi hann félaga inn í heim táknmynda, augljósra og leyndra, sem leynast í texta guðspjallanna og ljóst að í þeim textum býr mun meira en við fyrstu sýn er sýnilegt. Erindi Ragnars nú var framhald á erindi sem henn flutti í klúbbnum fyrir nokkru og bar heitið Tölur í guðspjöllunum. Fjallaði það um merkingu talna í þessum merka texta.