Fréttir

23.1.2013

Saga Urriðakotslandsins

Á fundi klúbbsins mánudaginn 23 jan flutti Jón Otti Sigurðsson tæknifræðingur erindi um sögu og skipulag Jón OttiUrriðakotslands sem síðar var nefnt Urriðavatnsland. Sagan nær frá því landið var gefið af 61 félaga í Oddfellow reglunni árið 1946 til styrktar og líknarsjóðs Oddfellow.  5 hektarar vestan Reykjanesbrautar voru seldir Garðabæ og  var skipulagður golfvöllur á svæði sem seinna meir má nota undir íbúðabyggð ef menn vilja svo við hafa.  Áhugi er á að stækka völlin um 9 holur til að gera hann hagkvæmari í rekstri.  Samkvæmt hugmyndum er reiknað með friðuðu landi efst næst Selgjá.  Fyrirlesari sýndi myndir af Búrfellshrauni og sýndi um leið tengingu Garðabæjar og Hafnarfjarðar sem hann spáði að myndu sameinast í sveitarfélag inn 30 ára og færi þá vel á nafninu Búrfellsbær. Lagði hann áherslu á að náttúran hefði ávallt verið mannkyninu innblástur. Hún er eilíft viðfansefni lista og bókmennta.