Fréttir

7.1.2013

Liv fjallar um íslenskan fjarskiptamarkað

Á fundi klúbbsins í dag fjallaði Liv Bergþórsdóttir

Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova um þróun á íslenskum fjarskiptamarkaði undanfarin og komandi ár með tilkomu 4G tækninnar. Með henni gefast tækifæri til háhraða nettenginga í gegnum "ofursnjallsíma" eins og Liv komst að orði. Liv hlaut nýverið viðurkenningu sem markaðsmaður ársins 2012 frá ÍMARK. Liv hefur í gegnum tíðina sannað hæfni sína sem ein öflugasti markaðsmaður ársins enda hafa þrjú fyrirtæki sem hún hefur unnið hjá unnið á sama tíma til Markaðsverðlauna. Þau eru SS, Tal og nú Nova.