Fréttir

17.12.2012

Jólafundur Rkl. Görðum 16. des

Fleiri myndir eru í myndaalbúmi síðunnar.

Jólamessa á Görðum, matur og jólaball á eftir.


Við athöfn í Garðakirkju stýrði  Sr. Friðrik J. Hjartar helgiathöfn og Jóhann Baldvinsson lék á orgel.  Það voru þær Sif og Sonja Lind Sigsteinsdætur sem kveiktu á aðventukertunum og  Arnþrúður Jónsdóttir og Svala Guðmundsdóttir sem fluttu ritningarlestur að þessu sinni. Bjarni Jónasson, forseti klúbbsins flutti hugleiðingu og rótarýfélagar með fjölskyldum sínum sungu jólasálma að venju. Fundi var síðan framhaldið í Safnaðarheimili Vídalínskirkju með jólballi fyrir unga og aldna.  Þar skemmtu sér saman og snæddu af hlaðborði um 145 manns.  Jólasveinn kom að sjálfsögðu í heimsókn.