Fréttir
Heimsókn í Securitas
Securitas bauð Rkl. Görðum í heimsókn og kynningu á fyrirtækinu
Mánudaginn 26. nóvember fór Rótarýklúbburinn Görðum í heimsókn í höfuðstöðvar Securitas í Skeifunni 8 í Reykjavík
Guðmundur Arason, forstjóri, tók á móti félagsmönnum klúbbsins og sýndi mönnum vistarverur Securitas. Að því búnu var félagsmönnum boðið í jólamat í mötuneyti fyrirtækisins. Guðmundur kynnti síðan starfsemina og svaraði mörgum spurningum frá félagsmönnum.