Fréttir
Sendiherra Þýskalands á Íslandi
Fyrirlestur um Þýskaland, Nýja Sjáland og Ísland.
Thomas H. Meister, sendiherra Þýskalands á Íslandi, flutti erindi um stöðu og tengsl Þýskalands, Nýja Sjálands og Íslands.
Thomas Hermann Meister hefur verið sendiherra Þýskalands í syðstu höfuðborg heims, Wellington í Nýja Sjálandi og nú í nyrstu höfuðborg heims, Reykjavík. Reykjavík er reyndar á sömu breiddargáðu (64,10°) og Nuuk, höfuborg Grænlands. Sendiherrann gerði grein fyrir stöðu Þýskalands í Evrópu, efnhagslífi landsins og menningarlífi. Hann bar saman löndin þrjú og taldi óvenjumargt líkt með Íslandi og Nýja Sjálandi á ýmsum sviðum. Þá gat hann sérstaklega um góða þátttöku Íslands í Bókasýningunni í Frankfurt í október 2011. Á fyrirlestrinum sýndi sendiherrann margar fallegar myndir frá Nýja Sjálandi.