Fréttir

5.11.2012

150 ár frá útgáfu á Þjóðsögum Jóns Árnasonar

Prentaðar í Leipzig 1862-1864

GullregnDr. Aðalheiður Guðmundsdóttir, dósent, flutti fyrirlestur um útgáfu á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þær voru fyrst prentaðar í Leipzig 1862 fyrra bindið og 1864 síðara bindið.

Dr. Aðalheiður gerði grein fyrir upphafi söfnunar á þjóðsögum og ævintýrum í Þýskalandi á síðari hluta 18. aldar. Söfnunin tengdist sterkri þjóðernisvitund. Þetta var algerlega ný og rómantísk fræðigrein og voru þeir brauryðjendur á Íslandi Jón Árnason (1819-1888) og Magnús Grímsson (1825-1860).