Fréttir
Saga ostsins og ostagerð í heimahúsum
Fundarefni dagsins var ostur og ostagerð. Þórarinn Egill Sveinsson mjólkur- og martvælaverkfræðingur flutti fræðandi erindi um ost og ostagerð í heimahúsum. Hann fór einnig stuttlega yfir sögu ostsins og þróun ostagerðar. Þriggja mínútna erindið var í höndum Péturs Stefánssonar sem sagði á hrífandi hátt frá bókagjöf sem honum hlotnaðist í þann mund sem hann fór að heiman til náms og hefur æ síðan skipað öndvegi á heimili hans.