Umdæmisstjóri í heimsókn
Kristján Haraldsson umdæmisstjóri 2012-2013
Kristján Haraldsson Rótarýklúbbi Ísafjarðar er umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar þetta starfsár. Byrjaði hann á að kynna sig og konu sín, Halldóru Magnúsdóttur. Í máli sínu fór hann yfir umfang og sögu hreyfingainnar og ræddi hann hugsjónir rótarýhreyfingarinnar almennt og áherslur starfsársins, rótarýsjóðinni o.fl. Fór hann nokkrum orðum um nálgun alheimsforseta ,,Peace trough Service“ sem hefur verið útlagt á íslenskum ,,þjónusta ofar eigin hag“ og hvatningu sína til klúbbanna að leggja áherslu á nær umhverfið.
Kristján heiðraði sérstaklega fv. umdæmisstjóra í Rkl. Görðum, þá Ólaf G. Einarsson og Egil Jónsson. Á myndinni má sjá Kristján Haraldsson, Halldóru Magnúsdóttur, Bjarna Jónassan og síðan Eystein Haraldsson okkar félaga, en þeir Kristján eru einmitt bræður.