Menningarganga í Garðahverfi
Rótarýklúbburinn í Görðum bauð til menningargöngu í Garðahverfi laugardaginn 29. september. Garðaholt rís rúmlega 30 metra yfir sjávarmál og er tiltölulega flatt. Um auðvelda göngu verður að ræða um göngustíga í kirkjugarðinum, síðan upp á holtið að kringsjánni og inn í Grænagarð.
Umsjón var í höndum umhverfisnefndar Dagsskrá hófst við Garðakirkju kl. 10:30 og gengið var um svæðið með sögustoppi. Leiðsögumaður var Gunnar Benediktsson, Marargrund 6, Garðabæ, en hann ólst upp í Ljósklif sem er í Hafnarfjarðarhraun við lögsögumörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Aðstoðarmenn við sögustopp voru Hörður Gíslason úr Garðinum og Sigurbjörn Árnason fyrirverandi kirkjuhaldari í Garðakirkju.
Garðahverfið er á margan hátt einstakt þrátt fyrir legu sína nánast í miðju þéttbýlinu. Þar má meðal annars sjá verk genginna kynslóða og þar má njóta friðsældar. Sérstaklega voru tekin til skoðunar nokkur minningarmörk í elsta hlut garðsins og gerði Sigurður Björnson grein fyrir heimildum um garðinn og sögu hans. Að lokinni sögustund í garðinum var gengið að Garðalind og síðan hringur með kirkjugarðinum upp að Kringsjánni. Á leiðinni var farið yfir sög vegghleðsla, hjáleiga og kota. Eftir sögustund við kringsjána var farið inn í Grænagarð og heilsað upp á Sigurð Þorkelsson sem þar býr. Menningar gögnunni lauk þar um kl. 12. Þátttakendur í viðburðinum voru 31 félagar, makar og gestir.