Fréttir
Guðbjörg Alfreðsdóttir útnefnd umdæmisstjóri
Umdæmisþing á Ísafirði 14. - 16. september 2012
Fráfarandi forseti okkar í Rkl. Görðum var á umdæmisþingi hreyfingarinnar útnefnd sem umdæmisstjóri starfsárið 2014-2015. Útnefningin fór fram í Ísafjarðarkirkju undir sérstakri og mjög fallegri altaristöflu kirkjunnar. Guðbjörg tók við skjali þessa efnis úr höndum Kristjáns Haraldssonar sem er umdæmisstjóri á yfirstandandi ári. Með þeim er á myndinni Ásmundur Karlsson eiginmaður Guðbjargar. Fyrir hönd Rkl. Görðum sóttu umdæmisþingið Bjarni Jónasson forseti, Guðmundur H. Einarsson ritari og Einar Þorbjörnsson, auk Guðbjargar.