Fréttir

27.8.2012

Samtök ferðaþjónustunnar á fundi

Erna Hauksdóttir gestur fundarins

Erna HauksdóttirFyrirlesari dagsins var Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF, Samtaka ferðaþjónustu.  Erna gerði m.a. grein fyrir vexti þeim sem orðið hefur í fjölda ferðamanna til landsins og áhersluatriðum greinarinnar þesi misserin um Ísland allt árið sem lýtur að því að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Erna fór líka hörðum orðum um fyrirhugaðar VSK-breytingar á gististaði. Fundarmann "punduðu" spurningum á Ernu jafn harðan og vildu t.d. fá nánari útlistun á stefnumörkun varðandi fjölda- og tekjur af ferðamönnum hér á landi.