Fréttir
Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur hlýtur Garðasteininn 2012
Garðasteinninn afhendur með viðhöfn á fundi 25. júní
Ragheiður Traustadóttir sú þriðja til að hljóta viðurkenninguna. Áður hafa Sigurbjörn Árnason og Gunnar Richardsson hlotið Garðasteininn.
Í ár 2012 hlýtur Ragnheiður Traustadóttir viðurkenninguna Garðasteininn. Ólafur G. Einarsson rakti feril Ragnheiðar sem fornleifafræðings, en hún stýrði m.a. uppgreftrinum á Hofsstöðum á sínum tíma. Forseti afhenti síðan Ragnheiði Garðasteininn ástam viðurkenningaskjali og blómum. Í þakkarræðu Ragnheiðar kom fram að það hefði verið mikil gæfa hennar að setjast að í Garðabæ 1994 eftir nám í Sviþjóð, í því sveitarfélagi á Höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkulegast er af fornminjum.