Fréttir

6.3.2012

Þjóðakvöld

Palestína

Matur og menning frá Palestínu

Þjóðakvöld(1)_5mars2012Árlega hittast félagar í Rótarýklúbbnum Görðum á þjóðakvöldi.  Þar kynnast menn menningu og háttum tiltekinnar þjóðar.  Í ár var það Palestína.  Nokkrar úr hópi palestínskra flóttakvenna af Akranesi elduðu dýrindis rétti frá heimalandinu og víðar úr Litlu Asíu.  Á fundinn komu auk þeirra sem matreiddu góðir gestir, annars vegar Salman Tamimi  sem sagði frá sögu Palestínu frá stofnun Ísraelsríkis árið 1947.  Salman fluttist sjálfur frá Jerúsalem til Íslands árið 1971 og hefur verið ötull talsmaður málefna Palestínu hér á landi.  Þá talaði Sveinn Rúnar Hauksson formaður félgsins Ísland-Palestína og sýndi okkur jafnframt myndir frá nýlegum ferðum sínum um lönd Palestínumanna.  Spurningar komu frá  rótarýfélögum og umræða spannst um stöðu Palestínu og samskipti við Ísraelsríki.

Þetta var einkar ánægjuleg og fræðandi kvöldstund.