Fréttir

9.1.2012

"Að byrgja brunninn"

Eiríkur Örn Arnarson prófessor í sálarfræði og yfirsálfræðingur á Landspítala var gestur fundar dagsins. Erindi Eiríks kallar hann “Að byrgja brunninn: forvörn þunglyndis meðal ungmenna”. Eiríkur Örn sagði frá könnun og rannsókn sem verið hefur í gangi lengi á þunglyndi unglinga. Sérstaklaga gagnsemi skimunar snemma sem forvörn. Nokkrar umræður og spurningar brunnu á félögum um þessi mikilsverðu mál.