Fréttir

2.1.2012

Umfjöllun um geðveiki

Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri var gestur fundarins. Hann fjallaði um persónuleg kynni sín af geðveiki og bók sína Ómunatíð sem kom út nú fyrir jólin. Sérstaklea gerði hann að umtalsefni aðstæður barna sem alast upp í fjölskyldum þar sem geðsjúkdómar foreldris koma við sögu. Eftir erindi sitt fékk Styrmir spurningar og talsverðar umræður spunnust á eftir þar sem Styrmir útskýrið betur nálgun sína á viðfangsefninu.