Fréttir

12.12.2011

Ríkisfang ekkert

Á fundi klúbbsins í dag fengum við afar áhugaverða kynningu á bók eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur blaðakonu. Sigríður Víðis skrifaði bók sem kom út fyrr í haust um fjölskyldur, flóttamenn sem fluttust til Íslands frá Írak sem Palestínumenn haustið 2008. Fram kom m.a. hjá Sigríðar Víðis að konur þessar voru ríkisfangslausar í Írak og komust ekki lönd né strönd. Hún sagði okkur frá aðdragand þess að hún réðist í skráningu þessarar merku sögu og las jafnframt úr bókinni.