Fréttir
Heiðar Guðjónsson hagfræðingur fjallaði um framtíð norðurslóða.
Heiðar Guðjónson var gestur fundar dagsins. Í máli hans kom fram að möguleikar ríkja á Norðurheimskautssvæðinu séu miklir á komandi áratugum með sínar gríðarlegu náttúruauðlindir. Heiðar fór vítt og breytt yfir, talaði m.a. um möguleika á Grænlandi og þær framkvæmdir sem Grænlenska landstjórnin er búin að ákveða. Heiðar talaði um Ísland í þessu sambandi og hverju þyrfti að breyta hér hvað varðar einstaka stöðu okkar.