Fréttir
Heimsókn í Hörpuna
Heimsóttum Hörpuna í dag á venjulegum fundartíma í hádegi á mánudegi. Gestur okkar var Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri Hörpunnar. Áður en gengið var til fundarstarfa leiddi Höskuldur rótarýfélaga um húsnæði Hörpunnar og hina ýmsu tónleikasali hennar. Urðu rótarýfélagar margs vísari og fékk Höskuldur fjölmargar spurningar um starfsemina í húsinu.