Fréttir

26.9.2011

Heimsókn umdæmisstjóra

Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar 2011-2012 kom í heimsókn á fund klúbbsins í dag.  Tryggvi veitti móttöku gjöf frá kúbbnum sem var innrammaður texti um gildi Rótarýfélagsskaparins eftir sr. Braga Friðriksson heitinn.  Falleg orð sem hann skrifaði fljótlega eftir stofnun Rótarýklúbbsins Görðum 1965.  “Carpe Diem” er yfirskrift Tryggva eða nýttu tímann vel. 

Tryggvi fór yfir Rótarýhreyfinguna á alþjóðavísu og starfið hér heima. Talaði sérstaklega um fundartíma og að hver klúbbur finni sínar þarfir hvað þetta varðar. Alheimsforseti var kynntur til sögunnar og áherslur hans. Eins komandi umdæmisþingið með þema: Mannúð í verki. Áherslur Tryggva á starfsárinu eru:

1. Virkari þátttaka klúbba í verkefnum.

2. Kröftugur endasprettur í baráttunni við útrýmingu lömunarveiki.

3. Nýr klúbbur sem sniðinn yrði að lífstíl yngri félaga.

Meginatriðið er að starfið í klúbbunum sé uppbyggilegt og skemmtilegt. Við þurfum að hafa sýn á það gagnlega og ánægjulega sem hægt er að gera saman í Rótarý og vilja til að koma því í verk.