Fréttir

9.4.2011

Enn fjölgar í klúbbnum

Herdís Dröfn Fjeldsted nýr félagi

Á fundi þann 28. mars sl. var nýr félagi tekinn inn í klúbbinn, Herdís Dröfn Fjeldsted. Meðmælandi er Halldóra Gyða Matthíasdóttir.

Gardar_nyir_felagar_2011_04Herdís er þriðji nýi félaginn sem tekinn er inn í klúbbinn í marsmánuði, en Herdís Dröfn er fjárfestingastjóri hjá Framtakssjóði Íslands og með inngöngu hennar telja félagar í klúbbnum nú 74. Nefndin sem Herdís tekur sæti í er Menningarmálanefnd.

Páll Hilmarsson forseti klúbbsins sá um inntökuna og bauð Herdísi velkomna í klúbbinn. Rótarýfélagar fögnuðu nýjum félaga og óskuðu honum gæfu og gengis í starfinu með klúbbnum.