Fréttir
Fjölmennur jólafundur rótarýfélaga
Jólamessa í Garðakirkju og jólafundur í framhaldinu
Það var fríður hópur félaga og fjölskyldna þeirra sem fjölmennti á jólamessu og jólafund sem haldinn var í Safnaðarheimili Vídalínskirkju þann 19. desember sl.
Árlegur jólafundur Rótarýklúbbsins Görðum var haldinn hátíðlegur sunnudaginn 19. desember sl. Hófst fundurinn með jólamessu kl. 11 í Garðakirkju þar sem sr. Hans Markús Hafsteinsson messaði. Auk söngs og ritningarlesturs var látinna félaga minnst og forseti klúbbsins, Páll Hilmarsson, var með hugvekju.
Að messu lokinni var farið í Safnaðarheimili Vídalínskirkju þar sem boðið var upp á kræsingar og tónlistaratriði. Kynslóðirnar tóku sig saman og sungu jólasöngva og dönsuðu í kringum jólatréð og jólasveinninn kom færandi hendi og tók undir í söng og dansi.