Fréttir
  • Bjallan

2.1.2011

Rótarýklúbburinn Görðum 45 ára

Klúbburinn stofnaður 6. desember 1945

Það var hátíðarbragur á afmælisfundi í Rótarýklúbbnum Görðum þann 6. desember sl. þegar haldið var upp á 45 ára afmæli klúbbsins.

Á afmælisfund Rótarýklúbbsins Görðum voru mættir 50 félagar til að halda upp á daginn. Heiðursgestur fundarins var Laufey Jóhannsdóttir forseti Inner Wheels, sem tók við fundarbjöllu að gjöf frá klúbbnum og var saga fundarbjöllunnar rakin í stuttu máli af þeim fimm forsetum sem að tilurð hennar hafa komið. Þá tók heiðurfélagi okkar, Ólafur G. Einarsson, til máls og sagði í grófum dráttum frá sögu rótarýklúbbsins. Dagskrá fundarins var í hátíðarbúningi sem og veitingar og var boðið upp á köku með kaffinu í tilefni dagsins. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona söng nokkur vel valin lög við undirspil bræðra sinna þeirra Ómars og Óskars Guðjónssona. Rakel Gyða Pálsdóttir spilaði á þverflautu, en hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar í desember sl.

Gordum_45_Afmaeliskakan