Minnum á umdæmisþingið
Haldið í Kópavogi dagana 15. og 16. október
Senn líður að 65. umdæmisþingi Rótarýumdæmisins á Íslandi sem haldið verður dagana 15.-16. október nk. í Kópavogi. Þema umdæmisþingsins að þessu sinni er: Hreint vatn – brunnur lífs. Fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg erindi eru á dagskránni, auk þess sem svigrúm gefst til umræðna og skoðanaskipta. Við hvetjum félaga og maka til þátttöku og óskum ykkur ánægjulegra samverustunda.
Dagskrá þingsins fer annars vegar fram í menningarstofnunum Kópavogs á Borgarholtinu, þ.e. Salnum, Gerðarsafni og Kópavogskirkju og hins vegar í Menntaskólanum í Kópavogi, en lýkur svo með stóru Rótarýárshátíðinni á Grand hóteli.
Eftirfarandi er dagskrá umdæmisþingsins:
Föstudagur:
Kl 13.00 Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs:
Skráning
Setning umdæmisþings:
Margrét Friðriksdóttir, umdæmisstjóri
Ávörp gesta
Tónlistarflutningur
Hreint vatn, hreint umhverfi - brunnur lífs:
Andri Snær Magnason, rithöfundur
Kl 15.30 Gengið til Kópavogskirkju - látinna félaga minnst
Kl 18.00 Gerðarsafn: Móttaka - makar velkomnir
Kl 19.30 Gerðarsafn: Rótarýfundur með menningarívafi
Laugardagur:
Kl 8.30 Menntaskólinn í Kópavogi:
Þingstörf og formót
Rótarýumdæmið á Íslandi
Kl 11.00 Gvendarbrunnar:
Kynning, upplifun, vatnstónlistargjörningur
Kl 13.00 Menntaskólinn í Kópavogi:
Hádegisverður
Kl 13.30 Sterkara Rótarý í umhverfismálum
Hreint vatn, hreint umhverfi - brunnur lífs:
Helgi Björnsson, jöklafræðingur
Kl 19.30 Grand hótel: Hátíðarkvöldverður
Laugardagur makadagskrá:
Kl 11.00 Gvendarbrunnar, þingfulltrúar og makar:
Kynning, upplifun, vatnstónlistargjörningur
Kl 13.00 Veisluturninn í Kópavogi:
Hádegisverður
Kl 14.40 Tónlistarsafn Íslands