Fréttir
Heimsókn umdæmisstjóra
Mánudaginn 27. september nk.
Margrét Friðriksdóttir umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi mun heiðra okkur með komu sinni á fund í Rótarýklúbbnum Görðum, mánudaginn 27. september nk. Eins og félagar vita er leiðarljós starfsársins Treystum samfélagið - Tengjum heimsálfur. Margrét er stofnfélagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi og var forseti klúbbsins starfsárið 2003-2004. Við fögnum komu umdæmisstjóra og hvetjum, nú sem endranær, félaga til að mæta.