Fréttir

20.9.2010

Klúbbþing í Rótarýklúbbnum Görðum

Félagar hvattir til að mæta

Fyrsta klúbbþing starfsársins í Rótarýklúbbnum Görðum verður haldið miðvikudaginn 22. september kl. 17:30 í Jötunheimum, félagsheimili Skátafélagsins Vífils, Bæjarbraut 7. Boðið verður upp á samlokur og gos og stefnt er á að ljúka fundi eigi síðar en kl. 19:00. Hlökkum til að sjá sem flesta og minnum á skyldumætingu hjá formönnum og varaformönnum nefnda. Stjórn Rótarýklúbbsins Görðum.