Fréttir
Hátíðarfundur
Garðasteinninn
Mánudag 28. júní verður ekki fundur á hefðbundnum stað og tíma heldur verður hann færður til síðar um daginn og verður þess í stað kl. 18:00 á Garðaholti. Þessi fundur verður með aðeins öðru sniði en venjulegur fundur og verður mökum boðið á fundinn. Við munum gera okkur glaðan dag og fá okkur gott að borða um leið og við veitum viðurkenninguna Garðasteinninn í fyrsta sinn.
Það er nauðsynlegt að skrá sig á fundinn hjá forseta og ritara.