Fréttir

19.12.2009

Rótarýguðsþjónusta og jólafundur

Garðakirkja og Vídalínskirkja

 

Okkar árlega Rótarýguðsþjónusta og jólafundur með fjölskyldum og vinum verður 20. desember n.k.. Sr. Bragi Friðriksson sem sér um helgihaldið og orgelleikari verður Bjartur Logi Guðnason.

 Dagskráin verður sem hér segir:

 Guðsþjónustan verður í Garðakirkju og hefst klukkan 11:00. Strax að lokinni messu verður jólafundurinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Boðið verður upp á jólamat, jólasvein og frábæra jólastemningu. Allir mæta í hátíðarskapi og njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar og vina. 

Stjórnin sendir öllum félögum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

 Næsti fundur eftir jólafundinn verður 4. janúar 2010.