Fréttir
  • Klúbbþing 9. september

12.11.2009

Leikhúsferð 21. nóvember

Leiksýning í Landnámssetrinu í Borgarnesi

 landnamssetur

Skemmti- og ferðanefnd stendur fyrir leikhúsferð laugardagurinn 21. nóvember nk. Þá verður stormað af stað í langferðabíl upp í Borgarnes, nánar tiltekið á Landnámssetrið, þar sem ætlunin er að njóta sýningarinnar Stormar og styrjaldir með Einari Kárasyni. Að henni lokinni taka við kræsingar á hlaðborði staðarins.

 Ferðatilhögun og önnur mikilvæg atriði:

1. Sýningin hefst klukkan 17:00.

2. Rútan fer frá Garðatorgi 7, hjá turninum þar sem bæjarskrifstofurnar eru til húsa, klukkan 15:15.

3. Að sýningu lokinni verður sest að snæðingi á hlaðborði staðarins.

4. Að loknu borðhaldi er ferðinni heitið á ný til okkar ástkæra ylhýra Garðabæjar.

Enn er möguleiki á örfáum miðum til viðbótar, en nánast uppselt er á sýninguna.