Saga klúbbsins

Saga Rótarýklúbbs Eyjafjarðar


Rótarýklúbbur Eyjafjarðar var stofnaður 12. febrúar 1991 að viðstöddum fjölda stofnfélaga og gesta úr Rótarýklúbbi Akureyrar. Fyrsti almenni fundur klúbbsins var haldinn viku síðar, 19. febrúar 1991.

Fullgildingarhátíð klúbbsins var haldin á Hótel KEA þann 17. janúar 1992 að viðstöddum Lofti J. Guðbjartssyni, þáverandi umdæmisstjóra.

Fyrsti forseti klúbbsins var kjörinn Jónas Franklín, læknir.


Fundir Rótarýklúbbs Eyjafjarðar hafa allt frá upphafi verið haldnir kl. 18:15 á þriðjudögum. Fundir voru haldnir frá stofnun 1991 til ársins 2013 á Hótel KEA, 2013-2014 á veitingastaðnum La vita é bella, en frá febrúar 2014 eru fundir klúbbsins haldnir á veitingastaðnum Bryggjunni, Strandgötu 49 á Akureyri.