Fréttir

8.2.2008

Margrét Friðriksdóttir tilnefndur umdæmisstjóri 2010-2011

Þetta ánægjulega bréf barst nýlega til forseta Borga og er Margréti og klúbbnum óskað til hamingju með það:

Valnefnd umdæmisstjóra hefur fyrir nokkru skilað tillögu sinni um umdæmisstjóraefni fyrir starfsárið 2010/2011.

Nerndin hefur einróma komist að þeirri niðurstöðu að leggja til að umdæmisstjóri fyrir starfsárið 2010/2011 verði Margrét Friðriksdóttur, skólameistari sem er félagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi. Niðurstaðan hefur verið kynnt í umdæmisráði og fengið góðar undirtektir.

Samkvæmt lögum gefst forsetum Rótarýklúbbana kostur á að koma með athugasemdir við þessa tilnefningu en hún verður að öðru leyti kynnt frekar á umdæmisþinginu á Akureyri 31. maí, n.k.

Frestur til að koma á framfæri athugasemdum er til 20. febrúar, n.k.

Með bestu Rótarýkveðjum,

Pétur Bjarnason

Umdæmsisstjóri