Fréttir

24.8.2008

Efni á nýju síðunni

Fréttir fluttar ef gömlu síðunni nóvember 2010

Mikið af efni gömlu síðunnar hefur verið flutt á nýju heimasíðuna.

Enn er þó eftir að flytja inn ýmislegt.

FRÉTTIR


Hreppaferðin sem allir voru búnir að bíða eftir var farin laugardaginn 16. maí í frábæru veðri. Þessi ferð var ákaflega ánægjuleg og vel heppnuð í alla staði. Henni verða gerð betri skil fljótlega með ferðasögu og myndum en það verður að bíða aðeins vegna mikilla anna og vinnu erlendis hjá umsjónarmanni.

------------------------------------------------------------------------

Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi hefur verðlaunað tvo unga Kópavogsbúa með nafnbótinni ungur snillingur í Kópavogi 2009. Þau eru Álfheiður Björgvinsdóttir og Víðir Smári Petersen sem bæði eru fædd 1988.

Álfheiður gekk í Þinghólsskóla, var skiptinemi í Argenínu og lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn vorið 2008. Hún er að undirbúa sig undir burtfararpróf í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs nú í vor. Hún er þar að auki mikil skíðakona og hefur verið stuðningsfulltrúi fyrir Rauða Krossinn  fyrir flóttakonur frá Kólumbíu.

Víðir Smári gekk í Digranesskóla, varð stúdent frá MK og var dúx skólans. Hann les nú lögfræði við Háskóla Íslands. Hann lærði á klarinett, spilaði í  skólahljómsveit Kópavogs og lauk burtfararprófi á klarinett í fyrra. Víðir er formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins. Hann keppti fyrir hönd MK í þrjú ár í Gettu betur og tók þátt í spurningakeppninni Útsvar í sjónvarpinu fyrir hönd Kópavogs í fyrra og í ár. Víðir varð Íslandsmeistari barna í skák 1999.

Eldri-heimasida-mynd-eldhugardocx 

Á myndinni sjást Karl Skírnisson forseti rótarýklúbbsins Borga ásamt Álfheiði og Víði Smára (myndina tók Marteinn Sigurgeirsson).

 

 

Laugardaginn 27. september 2008 var farin jeppaferð í Hrafntinnusker

Eldri-heimasida-mynd-Hrafntinnusker

Á myndinni sést hluti hópsins mjakast áfram í átt að Hrafntinnuskeri. Alls voru í ferðinni 16 jeppar og tvö fjórhjól. Við fengum allar tegundir af veðri og nutum sérstakrar náttúrufegurðar svæðisins. þetta var frábær ferð. Nánari frásögn af ferðinni er undir liðnum Ferðalög og viðburðir.


 

 Félagar í Rótaýklúbbnum Borgum tóku daginn óvenju snemma, fundardag í lok maí  sl., þar sem mæting var kl. 07:00 í stað kl. 07:45. Í blíðskaparveðri var lagt af stað frá fundarstað okkar í Skátaheimilinu í menningar- og fræðslugöngu um hluta Kópavogsdalsins undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Félagar fengu m.a. upplýsingar um trjáreitina sem tengjast gömlu sumarhúsabyggðinni í dalnum og hlíðinni, eldri staðarnöfn og kynningu á ýmsum framkvæmdaþáttum.

Á meðfylgjandi mynd er verið að lesa um hörmulegt slys sem varð 1. mars 1874 í Kópavogslæknum sem var í þá tíð vatnsmeiri og óbrúuð. Í slysinu drukknuðu tvö systkini en eitt komst af við illan leik. Séra Matthías Jochumsson orti í tilefni af þessu kvæðabálkinn Börnin frá Hvammkoti en hann var á þessum tíma ritstjóri Þjóðólfs. Hér að neðan fylgja tvær ljóðlínur:

 Dauðinn er lækur, en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á.

Í framhaldi af göngunni var hefðbundinn morgunmatur og stuttur fundur. Félagar í Borgum stefna að einni göngu á ári í Kópavogi.

 Frétt frá Rótarýklúbbnum Borgum, 5. júní 2008      Mynd: Marteinn Sigurgeirsson


 

Bjarki á toppnum - rótarýfáninn á Hvannadalshnjúk

Bjarki Sveinbjörnsson gekk nýlega á Hvannadalshnjúk og á myndinni má sjá hann á toppnum með fána klúbbsins.


 

Rótarýklúbburinn Borgir heimsótti Sunnuhlíð á sumardaginn fyrsta

 Rótarýklúbburinn Borgir er einn af 11 klúbbum og félögum sem standa að Sunnuhlíðarsamtökunum. Á þessu starfsári klúbbsins var ákveðið að styðja við þá starfsemi enn frekar með því að fara í tvær heimsóknir í Sunnuhlíð. Fyrri heimsóknin var í nóvember sl. og það var klúbbnum mikil ánægja að hefja sumarið með seinni heimsókninni á sumardaginn fyrsta.
Klúbbfélagar í Borgum byrjuðu heimsóknina á að færa öllum vistmönnum og starfsfólki hverju fyrir sig eina rós í tilefni dagsins enda eiga sumargjafir á sumardaginn fyrsta sér langa hefð - miklu lengri en jólagjafir. Einnig var boðið upp á léttar veitingar í matsalnum og þar fóru dagskráratriði fram. Þórður Helgason rótarýfélagi í Borgum var með skemmtilegan ljóðaupplestur og
Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, sungu fjölmörg lög og við góðar undirtektir undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar félaga í Borgum.
Óhætt að segja að félagar hafi farið frá Sunnuhlíð að dagskrá lokinni með sumar í hjarta.
Myndir frá heimsókninni:
     Fréttatilkynning frá Rótarýklúbbnum Borgum, 5. maí 2008


Eldhugi Kópavogs 2008

Þau tíðindi voru að berast að Rótarýklúbbur Kópavogs hafi útnefnt Martein Sigurgeirsson Eldhuga Kópavogs 2008. Hér með er Marteini og Borgum óskað til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.
Stjórn Rótarýklúbbs Kópavogs hefur einnig samþykkt að taka inn fyrstu konuna og er klúbbnum óskað til hamingju með þá tímabæru ákvörðun


Á fundinum 17. apríl var nýr félagi tekinn í klúbbinn, sjá mynd:



Hér nælir Guðlaug forseti Rótarýmerkið á Stefán Baldursson.

 


Fundurinn 10. apríl 2008 var afmælisfundur Borga og þá voru teknir inn í klúbbinn 5 nýir félagar, sjá mynd.

Nýir félagar í Borgum, þau Jóhannes Gunnarsson, Steinunn Dögg Steinsen, Bjarki Sveinbjörnsson, Anna Wernersdóttir og Helgi Skúli Helgason en bakvið þau er Friðgerður Friðgeirsdóttir formaður félagavalsnefndar.


 Þetta ánægjulega bréf barst nýlega til forseta Borga og er Margréti og klúbbnum óskað til hamingju með það:

Akureyri, 5. febrúar, 2008

Til forseta Rótarýklúbba í umdæmi 1360

Valnefnd umdæmisstjóra hefur fyrir nokkru skilað tillögu sinni um umdæmisstjóraefni fyrir starfsárið 2010/2011.

Nerndin hefur einróma komist að þeirri niðurstöðu að leggja til að umdæmisstjóri fyrir starfsárið 2010/2011 verði Margrét Friðriksdóttur, skólameistari sem er félagi í  Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi. Niðurstaðan hefur verið kynnt í umdæmisráði og fengið góðar undirtektir.

Samkvæmt lögum gefst forsetum Rótarýklúbbana kostur á að koma með athugasemdir við þessa tilnefningu en hún verður að öðru leyti kynnt frekar á umdæmisþinginu á Akureyri 31. maí, n.k.

Frestur til að koma á framfæri athugasemdum er til 20. febrúar, n.k.

Með bestu Rótarýkveðjum,

Pétur Bjarnason

Umdæmsisstjóri