Fréttir

10.6.2012

Samskipti við Grænland

Félagar fengu fróðlegan fyrirlestur um Grænland í lok apríl sl.gr3

Fundurinn 26. apríl var í umsjón Alþjóða og laganefndar þar sem Arnþór Þórðarson er formaður.

 

Gottfreð Árnasyni var afhent gjöf í tilefni af 50 ára þátttöku hans í Rótarý og þakkaði forseti honum góð störf í þágu klúbbsinsgr2
Jón Gunnarsson sagði frá starfi Sunnuhlíðarsamtakanna en hann er fulltrúi klúbbsins í stjórn þeirra. Hann fór yfir þætti starfseminnar með áherslu á hjúkrunarheimilið og dagdvöl sem tengist því. Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar m.a. stækkun hjúkrunarheimilisins og endurbætur eldra húsnæðis.

Forseti afhenti umdæmisstjóra staðfestingu á sérstöku framlagi Borga til Rótarýsjóðsins. Sigurður Skagfjörð Sigurðarson rekstrarráðgjafi fjallaði um Grænland og samskipti við Grænlendinga. Sigurður sagði frá landi og þjóð í stuttu máli, stjórnskipun Grænlands og uppruna Grænlendinga. Flugfélag Íslands flýgur til fimm staða á Grænlandi og aukin uppbygging flugvalla er fyrirhuguð þannig að líklegt er að flugsamgöngur frá Íslandi til Grænlands muni aukast. Sigurður taldi mikla möguleika á auknum samskiptum Íslendinga og Grænlendinga á flestum sviðum samfélagsins, s.s. landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu, menntamálum, samgöngumálum o.s.frv. Þarna væru mörg tækifæri sem ætti að nýtagr1