Afmæli
Rótarýklúbburinn Borgir var stofnaður 13. apríl árið 2000 og var þess minnst á fundi klúbbsins þann 12. apríl sl. Framkvæmdanefnd fór með umsjón afmælisfundarins. Guðlaug Birna sem er einn af stofnfélögum, stiklaði á ýmsum minningum frá upphafsdögum klúbbsins og minntist meðal annars tveggja látinna félaga, þeirra Ólafs Guðmundssonar og Páls Hannessonar. Hún ræddi innihald starfsins í Rótarý og það sem gefur því gildi.
Kristján Guðmundsson hélt stutta tölu til heiðurs Gottfreð Árnasyni í tilefni af því að hann hefur verið félagi í Rótarý í 50 ár. Hann var stofnfélagi í Rótarýklúbbnum Borgum og fyrsti forseti klúbbsins – tilnefndur en ekki kosinn. Kristján sagði Gottfreð hafa mótað mjög starfið í klúbbnum og beitt sér fyrir reglufestu og góðum hefðum.
Félögum sem fylltu tug á yfirstandandi starfsári voru afhentar gjafir frá klúbbnum.