Fréttir
  • orka

15.4.2012

Orkan og rammaáætlun

Rammaáætlun var rædd á síðasta fundi marsmánaðar.

Fundurinn þann 29. mars sl. var í umsjón þjóðmála- og dagskrárnefndar en formaður er Kristján Guðjónsson. Fyrirlesari var Sveinbjörn Björnsson verk- og jarðeðlisfræðingur, fyrrverandi rektor Háskóla Ísland og formaður verkefnisstjórnar um rammaáætlun.H  Sveinbjörn lýsti markmiðum rammaáætlunar, sem er að fara yfir alla virkjunarkosti landsins, bæði mögulegar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir og flokka þær með tilliti til hentugleika virkjana annars vegar og verndunarsjónarmiða hins vegar. Erindi Sveinbjörns var afar fróðlegt og skýrði vel þessi mál. Miklar umræður urðu að erindinu loknu. Hægt er að kynna sér niðurstöður rammaáætlunar nánar á vefsíðunni www.rammaaaetlun.is.

 

Guðmundur Þórðarson sagði frá minnisverðum máltíðum á ferðalögum við Miðjarðarhafið, annars vegar á Ítalíu þar sem heimamenn og gestir sungu óperuaríur til skiptis og hins vegar í Króatíu þar sem sunginn var rússneskur afmælissöngur og engispretta gerði sig heimakomna á öxl sögumanns.