Fréttir
  • gs

12.2.2012

Lyfjaframleiðsla og listsýning

Farið var úr húsi á tveimur síðustu fundum janúarmánaðar. 

Fundurinn 19. janúar var haldinn í húsakynnum Actavis hf. Dalshrauni 1 í Hafnarfirði.  actavisUnnur Björgvinsdóttir lyfjafræðingur hjá Actavis og félagi í klúbbnum tók á móti gestum ásamt Guðlaugu Rakel formanni starfsþjónustunefndar en fundurinn var í umsjón nefndarinnar. Fyrirtækið bauð upp á morgunverð og kynnti síðan Benedikt Sigurðsson kynningarstjóri fyrirtækið.   aaa
Margrét Halldórsdóttir hélt 3ja mínútna erindi og talaði um mat og minningar tengdar honum. Hún kom víða við og nefndi m.a. sveitamatinn í æsku í Reykholtsdalnum, jólahefðir og upplifun af matarhefðum á ferðalögum á Spáni.


Fundurinn þann 26. janúar var í umsjón menningarmálanefndar þar sem Málfríður Klara Kristiansen er formaður.    gsafn4Guðjón Magnússon hélt 3ja mínútna erindi og rifjaði upp matarvenjur við Breiðafjörð þar sem hann var drengur í sveit. Þetta var fyrir tíma rafmagnsins og geymsla á mat var með gamla laginu, í súr og salti. gsafn1
Farið var í heimsókn í Gerðarsafn þar sem Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður safnsins og fyrrum félagi í Borgum leiðsagði um sýninguna : Sæborgin, kynjaverur og ókindur, þar sem listsköpun og tækni mætast í afar fjölbreyttum verkum.