Fréttir
  • kimberley

12.2.2012

Verkefni í Suður Afríku

Á fundinum sem haldinn var 12. janúar var margt á góma samkvæmt venju.

Fundurinn var í umsjá Rótarýfræðslunefndar en þar er Margrét Friðriksdóttir formaður.  Gunnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóra og Björn Dagbjartsson fyrrverandi forstjóri  fjölluðu um verkefni sem Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar og Reykjavík Austurbær hafa staðið fyrir í Kimberley í Suður Afríku í samvinnu við Rótarýsjóðinn og Rótarýklúbb heimamanna. Verkefnið var í því fólgið að styðja við starfsemi barnaheimilis eða leikskóla fyrir fátæk og munaðarlaus börn og var byggt nýtt hús með öllum nauðsynlegum búnaði yfir starfsemi sem áður var rekin í bárujárnsskúr. Styrkur frá einkaaðilum skipti sköpum varðandi byggingu hússins vegna þess að sjóðurinn tekur ekki þátt í beinum byggingakostnaði. Þarna var greinilega lyft Grettistaki og öll aðstaða fyrir börnin er gjörbreytt frá því sem áður var.  

Sverrir Arngrímsson talaði um minnisverða máltíð og rifjaði upp hvernig matarræði var í Þingeyjarsýslu þar sem hann var í sveit sem unglingur en þar var maturinn nýttur vel og m.a. borðaður skyrhræringur við mismiklar vinsældir.  

Guðmundi Þórðarsyni og Guðmundi J. Jónssyni voru veittar óhefðbundnar viðurkenningar fyrir gott starf í þágu Breiðabliks.