Fréttir
  • jolafundur9

5.1.2012

Jólagjafir og jólaljóð

Boðið var upp á Gammeldansk og ljóðalestur á fundi sem haldinn var 15. desember sl.

Fundur sem haldinn var 15. desember sl. var í umsjón menningarmálanefndar en þar er formaður Málfríður Klara Kristiansen.  jolafundur8

 

Þriggja mínútna erindið hélt Baldur Sæmundsson og talaði um minnisverðar máltíðir og bauð auk þess upp á sérstakar veitingar á morgunverðarborðinu, þ.e. Gammel dansk síld, sinnepssíld og laxapönnukökur sem var allt hvert öðru ljúffengara. Hann sagði frá matarreynslu á ferðalögum víða um lönd s.s. misheppnuðum sardínum í Portúgal, lóum í Amsterdam og mörgu fleiru. jolafundur5
 
Aðal fyrirlesari dagsins var Þórður Helgason félagi í Borgum. Þórður gaf öllum eigin útgáfu af Jólaljóðum, sér útgefinni ljóðabók sem innihélt 30 ljóð og var prentuð og frágengin af höfundinum sjálfum.  Hann las ljóðin og einnig þýðingar af völdum bréfum til jólasveinsins. 

 

Jólaskap: 

Unglingurinn gefur sjitt í allt
og neitar að fara í jólaskap 

Verður þó tíðrætt um Djíshús 
og Kræst

og Djíshús Kræst 
þegar jólafötin finnast.

Jólasögur:

Afi segir einu sinni enn
söguna af því  
þegar hann var rétt orðinn úti
á Þorláksmessu  

sem leiðir hann inn á braut
almennra hrakningasagna 
um sjóslys og snjóflóð

þar til hann er stoppaður af
Það eru jólin maður !


 jólafundur3Birna forseti kynnti jólaglaðning stjórnar til allra klúbbfélaga, sem voru drykkjarkrúsir með merki Borga og fjórprófi Rótarý áletruðu. Útlit krúsanna er hannað af Ólöfu Þorvaldsdóttur félaga í Borgum. Stjórnin setti upp jólasveinahúfur í tilefni dagsins og útbýtti krúsum til allra fundarmanna.