Fréttir
  • mkvidurkenning

27.12.2011

Viðurkenning veitt nýsveini í matreiðslu

Rótarýklúbburinn Borgir sinnir samfélagsverkefnum og er eitt þeirra að veita verðlaun fyrir góðan árangur í sérgreinum verknáms á lokaprófi frá Hótel- og matvælaskóla MK. 

Þann 20. desember sl. útskrifaðist Atli Þór Erlendsson nýsveinn í matreiðslu og sýndi hann bestan árangur í verknámi haustið 2011.  Birna Bjarnadóttir forseti Rótarýklúbbsins Borgir í Kópavogi afhenti Atla Þór viðurkenningu klúbbsins. 

 

Fulltrúar Menntaskólans í Kópavogi komu þakklæti sínu til skila í bréfi sem þau rituðu klúbbnum þar sem rektor, Margrét Friðriksdóttir segir að auka þurfi vægi verknáms í íslenskum framhaldsskólum og mikilvægt sé að hvetja þá nemendur til dáða sem vel standa sig. Rótarýklúbburinn Borgir leggi sitt af mörkum til hvatningar í verknámi með glæsilegri styrkveitingu. Þá sýni klúbburinn Menntaskólanum í Kópavogi virðingu og hlýhug með þessu framlagi.