Fréttir
  • brautrydjandinn

13.12.2011

Brautryðjandinn

Óskar Guðmundsson kynnti bók sína Brautryðjandinn á fundi 8. desember sl.

Fundurinn þann 8. desember var í umsjón kynningar- og ritnefndar. Anna Sigríður Einarsdóttir kynnti fyrirlesarann, Óskar Guðmundsson, sagnfræðing og rithöfund. Óskar sagði frá nýútkominni bók sinni Brautryðjandinn sem fjallar um ævi Þórhalls Bjarnarsonar, sem var m.a. alþingismaður og biskup snemma á 20. öld. Hann var mikill framfarasinni, frumkvöðull á mörgum sviðum og félagsmálamaður. Hann m.a. beitti sér fyrir framförum í landbúnaði og stofnaði til búskapar í Laufási við Reykjavík. Þórhallur skrifaðist á við fjölda fólks og Óskar fékk aðgang að umfangsmiklu bréfasafni hans við ritun bókarinnar. oskarg

Guðbjörg Linda Udengaard sagði frá fjallamatnum sem hún dregur upp úr nestispokanum í fjallgöngum og sýndi dæmi um góðgæti sem leynist í honum en allt bragðast það afar vel undir réttum kringumstæðum.