Fréttir
  • erna

13.12.2011

Ísland allt árið

Erna Hauksdóttir fræddi klúbbfélaga um þróun ferðaþjónustu á Íslandi.

Fundurinn þann 1. desember 2011 var í umsjón alþjóða- og laganefndar en formaður er Arnþór Þórðarson. Fyrirlesari dagsins var Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.  Erna er félagi í Rótarýklúbbnum Borgum.  Hún fjallaði um þróun ferðaþjónustunnar hér á landi og sýndi tölfræðilegar niðurstöður um stóraukningu fjölda ferðamanna á undanförnum árum og er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun sumarferðamanna þar sem sífellt fleiri flugfélög bjóða upp á flug hingað. Ferðaþjónusta er nú þriðji stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Árstíðasveifla í ferðamennskunni er þó alltof mikil og nánast ekkert um að vera utan höfuðborgarsvæðisins í 9 mánuði ársins. Átakið Ísland allt árið er svar við þessu en að átakinu standa Samtök aðila í ferðaþjónustu með stuðningi frá ríki og sveitarfélögum. Markmið þess er að fjölga ferðamönnum utan háannatíma um 100 þúsund.

Eiríkur Ingi sagði frá sögulegri máltíð í máli og myndum þegar hann og sonur hans fórum með japönsku sjónvarpstökuliði á Fimmvörðuháls sumarið 2011 og þeir elduðu veislumáltíð beint á glóandi hrauni á gígnum Magna. Máltíðin var síðan borin fram fyrir fræga japanska leikkonu við dúkað borð í miðri auðninni.