Fréttir
  • stjorn 2012

13.12.2011

Stjórn starfsárið 2012-2013

Stjórnarkjör fyrir starfsárið 2012-2013 hefur farið fram.

Fundurinn 24. nóvember var í umsjón framkvæmdanefndar.  Aðal verkefni fundarins var stjórnarkjör fyrir starfsárið 2012-2013.  Kosið var um fjögur embætti; verðandi forseta, ritara, gjaldkera og stallara.   Úrslit kosninga urðu þau að Málfríður Klara Kristiansen var kosin verðandi forseti, Bjarki Sveinbjörnsson var kosinn ritari, Arnþór Þórðarson var kosinn gjaldkeri og Guðrún S. Ólafsdóttir var kosin stallari. Fundarmenn fögnuðu verðandi stjórn með lófataki.  Á myndinni eru Ingi Kr. Stefánsson, Guðrún Ólafsdóttir, Bjarki Sveinbjörnsson, Málfríður Klara Kristiansen og Arnþór Þórðarson.

Anna Margrét Wernersdóttir sagði frá minnisverðri máltíð þegar hún bjó í Vestmannaeyjum og var kynnt fyrir fjölbreyttum aðferðum við að matreiða lunda