Fréttir
  • tryggvi

13.12.2011

Carpe diem og Evrópusambandsaðild

Umdæmisstjóri Tryggvi Pálsson og Benedikt Jóhannesson forstjóri Talnakönnunar heimsóttu klúbbinn í nóvember.

Fundurinn þann 10. nóvember var í  umsjón stjórnar. Umdæmisstjóri Tryggvi Pálsson flutti erindi.  Erindi sitt nefndi hann Carpe diem, nýtum tímann til góðs, en það er yfirskrift núverandi starfsárs umdæmisins.   Hann sagði einnig frá stefnu alþjóðahreyfingarinnar.  Hann sagði Rótarý í sókn á heimsvísu og flestir klúbbarnir blandaðir.  Taldi hann Borgir fyrirmyndarklúbb.

Guðrún S. Ólafsdóttir sagði frá hefðum í sambandi við fýlaveiðar og neyslu fýlakjöts í Mýrdalnum, þar sem hún ólst upp.   benedikt

 Fundurinn þann 17. nóvember var í umsjón þjóðmála- og dagskrárnefndar en formaður er Kristján Guðjónsson. Fyrirlesari var Benedikt Jóhannesson og fjallaði hann um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en Benedikt er eindreginn stuðningsmaður aðildar. Hann fór yfir helstu rök með og á móti aðild.    evropa

Bjarki Sveinbjörnsson sagði frá reynslu sinni af matarvenjum í Færeyjum, sagði frá hefðum við smölun og slátrun og verkun á rastakjöti og skerpukjöti.