Inntaka nýrra félaga
Þrír nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn á fundi sem haldinn var 27. október. Fundurinn var í umsjón félagavalsnefndar þar sem Jónína Þ. Stefánsdóttir er formaður.
Nýju félagarnir eru þau: Alexander Þórisson, rekstrarhagfræðingur, Jóna Ingólfsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands, þroskaþjálfi og Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár Íslands, en hann hefur verið félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs og óskaði eftir flutningi. Kom fram í máli Hauks að það hafi verið fundartíminn sem réði því að hann óskaði eftir flutningi og sendi hann góðar kveðjur til síns gamla klúbbs.
Rannveig Guðmundsdóttir sagði frá minnisverðri máltíð í grískum strandbæ árið 1995. Hádegisverður á veitingastað sem lét lítið yfir sér endaði sem konungleg margrétta máltíð en gestirnir vita ekki enn þann dag í dag hverju viðhöfnin sætti.