Fréttir
  • astralir

2.11.2011

Heimsókn frá Ástralíu

Hópur Ástrala mætti á fund hjá Rótarýklúbbnum Borgum seinni part október.

Fundur haldinn þann 20. október var  í umsjón alþjóða- og laganefndar þar sem Arnþór Þórðarson er formaður. Á fundinn kom í heimsókn GSE hópur frá Ástralíu.  Hópinn skipuðu þau Susan Janey Preston, Brendan J. Foran, Michael Stewart Garner , Kara J. Gough og Kim M. Watts.  Sögðu þau í stuttu máli frá landi og þjóð, auk þess sem hver og einn sagði sína sögu og síns Rótarýklúbbs.  Í Ástralíu eru um 2100 félagar í 59 klúbbum.  Skipst var á fánum og gjafir voru færðar.  astralir1

Jóhannes Gunnarsson sagði frá minnisverðri máltíð veiðifélaga í veiðihúsi í afskekktum dal vestur á fjörðum, þar sem kirkjulegur borðbúnaður kom við sögu, að því talið var.