Fréttir
  • lsh

22.10.2011

Bráðamóttaka LSH

Á fundi klúbbsins þann 13. október sl. flutti Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir erindi um bráðamóttöku LSH.

Fundur í klúbbnum sem haldinn var 13. október sl. var í umsjón starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir. Guðlaug Rakel sem er framkvæmdastjóri bráðasviðs LSH var fyrirlesari dagsins og sagði frá starfsemi sameinaðrar bráðamóttöku Landsspítalans.  Starfsemin er margþætt og flókin og mikilvægt að allir gangi í takt. Komur á móttökuna eru um hundrað þúsund á ári.  Að lokinni kynningu var félögum boðið að heimsækja bráðamóttökuna undir leiðsögn Guðlaugar.

 

Jónína Stefánsdóttir sagði frá minnisverðri máltíð í Úganda 2006.  Hún fékk á sjötta degi heimsóknarinnar máltíð sem var dæmigerð máltíð heimafólks.  Um var að ræða geitakjöt með bananastöppu.