Nýr Landspítali
Jóhannes M. Gunnarsson félagi í Rótarýklúbbnum Borgum gerði grein fyrir byggingu nýs Landspítala á föstum fundi klúbbsins í byrjun október.
Fundur haldinn þann 6. október var í umsjón Þjóðmála- og dagskrárnefndar, en formaður hennar er Kristján Guðjónsson. Fyrirlesari var Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri Nýs Landspítala og félagi í Rótarýklúbbnum Borgum. Hann fjallaði um nýbyggingu Landspítala - umfangsmesta byggingarverkefni í höfuðborginni fyrr og síðar.
Jóhannes gerði grein fyrir rökunum að baki byggingu nýs spítala, staðarvali, kynnti tillögur að nýju sjúkrahúsi og hver væri staða verkefnisins nú og hvað væri framundan.
Kristján H. Ragnarsson sagði frá minnisverðri máltíð sem tengdist ferð til Búlgaríu með kvennalandsliðinu í handbolta 1997.