Fréttir
Heimsókn í Hörpu
Félagar í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi heimsóttu tónlistarhúsið Hörpu seinnpart september sl.
Menningarmálanefnd hafði á sinni könnu skipulagningu fundar þann 22. september sl. Fundurinn var haldinn í tónlistarhúsinu Hörpu. Stefán Baldursson nefndarmaður menningarmálanefndar tók á móti hópnum. Framkvæmd voru hefðbundin fundarstörf og snæddur morgunverður. Þórunn Sigurðardóttir rekstarstjóri Hörpu tók við leiðsögn og leiddi hópinn um húsið auk þess sem hún sagði frá byggingu hússins og rekstri. Var ferðin vel skipulögð og svo áhugaverð að flestir klúbbfélagar dvöldu í húsinu fram yfir venjulegan fundartíma.